75. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 22. ágúst 2016 kl. 09:30


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:30
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:30
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:30
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS), kl. 10:11
Valgerður Bjarnadóttir (VBj), kl. 09:30
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:30

Guðmundur Steingrímsson og Sigríður Á Andersen var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Gautur Sturluson
Gunnlaugur Helgason

Birgitta Jónsdóttir og Brynjar Níelsson véku af fundi kl 10:50 vegna annarra þingstarfa.

Bókað:

1) 818. mál - stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Benedikt Árnason frá forsætisráðuneyti, Haraldur Steinþórsson, Lilja Sturludóttir, Anna Valbjörg Ólafsdóttir og Fjóla Agnarsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og kynntu frumvarpið fyrir nefndarmönnum auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

2) 817. mál - vextir og verðtrygging Kl. 10:20
Á fund nefndarinnar komu Benedikt Árnason frá forsætisráðuneyti, Haraldur Steinþórsson, Lilja Sturludóttir, Anna Valbjörg Ólafsdóttir og Fjóla Agnarsdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og kynntu frumvarpið fyrir nefndarmönnum auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

3) 787. mál - aðgerðir stjórnvalda gegn skattsvikum o.fl. Kl. 10:45
Á fund nefndarinnar mættu Benedikt S. Benediktsson, Ingibjörg Helga Helgadóttir, Guðrún Inga Torfadóttir og frá fjármála- og Ása Ögmundsdóttir frá efnahagsráðuneyti og kynntu málið fyrir nefndinni auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

Fulltrúar ráðuneytis lögðu fram umfangsmiklar breytingar á upprunalega frumvarpinu. Nefndin ákvað að senda frumvarpið svo breytt aftur til umsagnar með fresti til 1. september nk.

4) Önnur mál Kl. 11:15
Ekki var fleira gert á fundinum.

Fundi slitið kl. 11:30