87. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 145. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 23. september 2016 kl. 09:00


Mættir:

Frosti Sigurjónsson (FSigurj) formaður, kl. 09:00
Brynjar Níelsson (BN) 1. varaformaður, kl. 09:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ) 2. varaformaður, kl. 09:00
Birgitta Jónsdóttir (BirgJ), kl. 09:00
Guðmundur Steingrímsson (GStein), kl. 09:00
Katrín Jakobsdóttir (KJak), kl. 09:00
Sigríður Á. Andersen (SÁA), kl. 09:00
Vilhjálmur Bjarnason (VilB), kl. 09:00

Líneik Anna Sævarsdóttir og Valgerður Bjarnadóttir voru fjarverandi.

Nefndarritari: Gautur Sturluson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:00
Fundargerðir 84. og 85 fundar voru samþykktar.

2) 826. mál - gjaldeyrismál Kl. 09:00
Nefndin ákvað að afgreiða málið með nefndaráliti. Að álitinu standa Frosti Sigurjónsson, Sigríður Á Andersen, Brynjar Níelsson, Vilhjálmur Bjarnason, Guðmundur Steingrímsson og Katrín Jakobsdóttir með fyrirvara. Willum Þór Þórsson og Valgerður Bjarnadóttir rita undir álitið með fyrirvara með vísun í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fyrir fastanefndir Alþingis. Birgitta Jónsdóttir áheyrnarfulltrúi styður málið.

3) 871. mál - kjararáð Kl. 09:05
Á fund nefndarinnar mættu Björn Rögnvaldsson, Sigurður Helgason og Gunnar Björnsson frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Gestirnir kynntu nefndinni frumvarpið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) 631. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kl. 09:40
Á fund nefndarinnar mættu Guðjón Rúnarsson , Yngvi Örn Kristinsson, Stefán Pétursson, Hreiðar Bjarnason og Una Steinsdóttir frá Samtökum fjármálafyrirtækja. Gestirnir fylgdu eftir bréfi sínu sem dagsett er 21. september og viðrar áhyggjur samtakanna af breytingartillögum nefndarinnar við frumvarpið auk þess að svara spurningum nefndarmanna.

5) 817. mál - vextir og verðtrygging Kl. 10:00
Málinu var frestað til næsta fundar.

6) Önnur mál Kl. 10:00
Ekki var fleira gert.

Fundi slitið kl. 11:00