18. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 15. nóvember 2018 kl. 09:10


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:10
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 09:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:10
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:10

Þorsteinn Víglundsson, Oddný G. Harðardóttir og Smári McCarthy voru fjarverandi.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 15. og 16. fundar voru samþykktar.

2) 301. mál - tekjuskattur og stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki Kl. 09:10
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar og að Bryndís Haraldsdóttir yrði framsögumaður þess.

3) 302. mál - tekjuskattur o.fl. Kl. 09:10
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður þess.

4) 303. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 09:10
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður þess.

5) 304. mál - tollalög Kl. 09:10
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður þess.

6) 335. mál - tekjuskattur Kl. 09:10
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar og að Ólafur Þór Gunnarsson yrði framsögumaður þess.

7) 35. mál - auðlindir og auðlindagjöld Kl. 09:10
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar og að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson yrði framsögumaður þess.

8) 37. mál - réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins Kl. 09:10
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður þess.

9) 38. mál - hlutafélög og einkahlutafélög Kl. 09:10
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður þess.

10) 135. mál - fasteignalán til neytenda Kl. 09:10
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar og að Bryndís Haraldsdóttir yrði framsögumaður þess.

11) 314. mál - aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka Kl. 09:15
Nefndin fékk á sinn fund Áslaugu Jósepsdóttur og Rögnu Bjarnadóttur frá dómsmálaráðuneyti sem kynntu málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

12) 2. mál - ýmsar aðgerðir í samræmi við forsendur fjárlaga 2019 Kl. 09:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigríði Ingólfsdóttur og Sigurjón Unnar Sveinsson frá Öryrkjabandalaginu. Samhliða var fjallað um 13. dagskrárlið.

13) 3. mál - breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2019 Kl. 09:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigríði Ingólfsdóttur og Sigurjón Unnar Sveinsson frá Öryrkjabandalaginu. Samhliða var fjallað um 12. dagskrárlið.

14) Önnur mál Kl. 10:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:10