26. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 11. desember 2018 kl. 09:10


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 09:10
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:10
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (AFE) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 09:10
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 09:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:10
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:10
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) fyrir Smára McCarthy (SMc), kl. 09:20

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 22.-25. fundar voru samþykktar.

2) 432. mál - virðisaukaskattur Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hlyn Ingason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti og Óskar Albertsson og Bjarna Lárusson frá ríkisskattstjóra.

3) 433. mál - skattlagning tekna erlendra lögaðila í lágskattaríkjum o.fl. Kl. 10:30
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með fresti til 10. janúar og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður þess.

4) 413. mál - kjararáð Kl. 10:30
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með fresti til 10. janúar og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður þess.

5) 412. mál - Bankasýsla ríkisins Kl. 10:30
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með fresti til 10. janúar og að Bryndís Haraldsdóttir yrði framsögumaður þess.

6) 314. mál - aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka Kl. 10:30
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu. Allir viðstaddir nefndarmenn skrifuðu undir nefndarálit og breytingartillögur, þar af Þórhildur Sunna Ævarsdóttir með fyrirvara.

7) Önnur mál Kl. 10:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:40