30. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 16. janúar 2019 kl. 15:10


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 15:10
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 15:10
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 15:10
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 15:10
Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir (JVG) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 15:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 15:10
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 15:10
Smári McCarthy (SMc), kl. 15:10

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson vék af fundi kl. 15:50 og Þorsteinn Sæmundsson tók sæti í hans stað.

Bryndís Haraldsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:10
Dagskrárlið frestað.

2) Hvítbók um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið Kl. 15:10
Nefndin fékk á sinn fund Lárus L. Blöndal, Guðjón Rúnarsson, Guðrúnu Ögmundsdóttur og Kristrúnu Tinnu Gunnarsdóttur í starfshópi um gerð Hvítbókar um framtíðarsýn fyrir fjármálakerfið sem kynntu starf hópsins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

3) Ný heildarlög um Seðlabanka Kl. 16:45
Nefndin fékk á sinn fund Benedikt Árnason frá forsætisráðuneyti, Tómas Brynjólfsson og Guðrúnu Þorleifsdóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, Rannveigu Sigurðardóttur frá Seðlabanka Íslands og Jón Þór Sturluson frá Fjármálaeftirlitinu, sem sitja í verkefnisstjórn um smíði frumvarps til nýrra heildarlaga um Seðlabanka Íslands. Gestir kynntu áform um lagasetninguna og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 18:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 18:00