51. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 26. mars 2019 kl. 09:10


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 09:55
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:10
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 09:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:10
Einar Kárason (EinK), kl. 09:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:10
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:10
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:10

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 50. fundar var samþykkt.

2) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2016/2011 frá 8. júní 2016 um vísitölur sem notaðar eru sem viðmiðanir fyrir fjármálagerninga og fjárhagslega samninga eða til að mæla árangur fjárfestingarsjóða og um breytingu á tilskipunum 2008/48/EB og 2014/17 Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Kristínu Höllu Kristinsdóttur frá utanríkisráðuneyti og Gunnlaug Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

3) 632. mál - vátryggingastarfsemi og vátryggingasamstæður Kl. 09:25
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Finnborgu Þórðardóttur og Ragnheiði Morgan Sigurðardóttur frá Fjármálaeftirlitinu.

4) 637. mál - innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta Kl. 09:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Örn Hauksson og Eggert Þröst Þórarinsson frá Seðlabanka Íslands.

5) Önnur mál Kl. 10:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00