57. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 11. apríl 2019 kl. 09:10


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:10
Einar Kárason (EinK), kl. 09:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:10
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:10
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:10
Þorgrímur Sigmundsson (ÞorgS), kl. 09:10

Þorsteinn Víglundsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) 634. mál - rafræn auðkenning og traustþjónusta fyrir rafræn viðskipti Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Tryggva Axelsson og Svövu G. Ingimundardóttur frá Neytendastofu.

3) 750. mál - fjármálaáætlun 2020--2024 Kl. 09:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ásdísi Kristjánsdóttur og Tryggva Másson frá Samtökum atvinnulífsins.

4) 636. mál - milligjöld fyrir kortatengdar greiðslur Kl. 09:55
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum allra viðstaddra. Allir viðstaddir nefndarmenn skrifuðu undir nefndarálit með breytingartillögu.

5) 494. mál - rafræn viðskipti og önnur rafræn þjónusta Kl. 09:55
Dagskrárlið frestað.

6) 796. mál - almenn hegningarlög o.fl. Kl. 09:55
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 29. apríl. Þá var ákveðið að Bryndís Haraldsdóttir yrði framsögumaður málsins.

7) Endurgreiðsla vsk. af varmadælum fyrir íbúðarhúsnæði - frumvarp Kl. 10:00
Nefndin samþykkti að flytja frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt (varmadælur).

8) Önnur mál Kl. 10:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00