74. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 149. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 19. júní 2019 kl. 10:05


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 10:05
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 10:05
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 10:05
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 10:05
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 10:05
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 10:05
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 10:05
Smári McCarthy (SMc), kl. 10:05
Þorgerður K. Gunnarsdóttir (ÞKG) fyrir Þorstein Víglundsson (ÞorstV), kl. 10:05

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:05
Fundargerðir 72. og 73. fundar voru samþykktar.

2) 790. mál - Seðlabanki Íslands Kl. 10:05
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til 3. umræðu með atkvæðum allra viðstaddra.

Óli Björn Kárason, Brynjar Níelsson, Bryndís Haraldsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Smári McCarthy og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttri skrifuðu undir nefndarálit meiri hluta.

3) 765. mál - sameining Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins Kl. 10:05
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til 3. umræðu með atkvæðum allra viðstaddra.

Óli Björn Kárason, Brynjar Níelsson, Bryndís Haraldsdóttir, Oddný G. Harðardóttir, Ólafur Þór Gunnarsson, Silja Dögg Gunnarsdóttir, Smári McCarthy og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttri skrifuðu undir nefndarálit meiri hluta.

4) 312. mál - endurskoðendur og endurskoðun Kl. 10:15
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til 3. umræðu með atkvæðum allra viðstaddra.

5) Önnur mál Kl. 10:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:20