1. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 18. september 2019 kl. 15:00


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 15:00
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 15:00
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 15:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 15:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 15:00
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 15:00
Smári McCarthy (SMc), kl. 15:00
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP) fyrir Silju Dögg Gunnarsdóttur (SilG), kl. 15:00

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Kynning á þingmálaskrá fjármála- og efnahagsráðherra á 150. löggjafarþingi Kl. 15:00
Nefndin fékk á sinn fund Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Helgu Jónsdóttur, Guðrúnu Þorleifsdóttur og Harald Steinþórsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti, sem kynntu þau þingmál sem ráðherra hyggst leggja fram á löggjafarþinginu og heyra undir málefnasvið nefndarinnar.

2) Kynning á þingmálaskrá ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra á 150. löggjafarþingi Kl. 17:00
Nefndin fékk á sinn fund Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Sigrúnu Brynju Einarsdóttur og Ingva Má Pálsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, sem kynntu þau þingmál sem ráðherra hyggst leggja fram á löggjafarþinginu og heyra undir málefnasvið nefndarinnar.

3) Frumvarp vegna sameiningar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins Kl. 16:00
Nefndin fjallaði um málið.

4) 2. mál - breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2020 Kl. 16:10
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður þess.

5) 3. mál - tekjuskattur og staðgreiðsla opinberra gjalda Kl. 16:15
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður þess.

6) 4. mál - sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki Kl. 16:20
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti og að Brynjar Níelsson yrði framsögumaður þess.

7) Önnur mál Kl. 17:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:40