10. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 17. október 2019 kl. 09:10


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 09:10
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:10
Álfheiður Eymarsdóttir (ÁlfE), kl. 09:10
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:10
Þorgrímur Sigmundsson (ÞorgS), kl. 09:10

Bryndís Haraldsdóttir var fjarverandi.
Þorgímur Sigmundsson vék af fundi kl. 10:10.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) Samkeppnismat á ferðaþjónustu og byggingariðnaði Kl. 09:10
Nefndin fékk á sinn fund Heimi Skarphéðinsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Ania Thiermann frá OECD til að kynna verkefni um samkeppnismat á ferðaþjónustu og byggingariðnaði sem íslensk stjórnvöld vinna í samstarfi við OECD.

3) 25. mál - staðgreiðsla við innborgun í lífeyrissjóð Kl. 10:45
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti og að Brynjar Níelsson yrði framsögumaður þess.

4) 181. mál - félög til almannaheilla Kl. 10:45
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður þess.

5) 186. mál - fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri Kl. 10:45
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður þess.

6) 223. mál - neytendalán Kl. 10:45
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti og að Bryndís Haraldsdóttir yrði framsögumaður þess.

7) 93. mál - stimpilgjald Kl. 10:45
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með þriggja vikna umsagnarfresti og að Þorsteinn Víglundsson yrði framsögumaður þess.

8) Önnur mál Kl. 10:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00