14. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 150. löggjafarþingi
heimsókn í Seðlabanka Íslands föstudaginn 1. nóvember 2019 kl. 12:30


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 12:30
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 12:30
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 12:30
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 12:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 13:00
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 12:30
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 12:30

Álfheiður Eymarsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Eyþór Benediktsson
Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Heimsókn í Seðlabanka Íslands Kl. 12:30
Nefndin heimsótti Seðlabanka Íslands og hitti Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóra, Rannveigu Sigurðardóttur, aðstoðarseðlabankastjóra, Stefán Jóhann Stefánsson og Guðmund Kr. Tómasson. Nefndin hlýddi á fyrirlestra frá Ásgeiri um markaðshorfur að hausti og frá Guðmundi um málefni greiðslumiðlunar.

Fundi slitið kl. 15:00