16. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 7. nóvember 2019 kl. 09:10


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 09:10
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 10:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 10:00
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:10
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 11:00
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 09:10

Smári McCarthy var fjarverandi.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 13., 14. og 15. fundar voru samþykktar.

2) 181. mál - félög til almannaheilla Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurbjörgu Stellu Guðmundsdóttur, Baldur Sigmundsson og Daða Ólafsson.

Nefndin hélt umfjöllun um málið áfram kl. 11 og fékk á sinn fund Ásthildi Þórsdóttur, Vilhjálm Bjarnason og Guðmund Ásgeirsson frá Hagsmunasamtökum heimilanna og Skúla Eggert Þórðarson ríkisendurskoðanda og Guðrúnu Jennýju Jónsdóttur frá Ríkisendurskoðun.

3) 186. mál - fjárfesting erlendra aðila í atvinnurekstri Kl. 09:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurbjörgu Stellu Guðmundsdóttur, Baldur Sigmundsson og Daða Ólafsson.

4) 223. mál - neytendalán Kl. 09:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurbjörgu Stellu Guðmundsdóttur, Baldur Sigmundsson og Daða Ólafsson.

Nefndin hélt umfjöllun um málið áfram kl. 11:10 og fékk á sinn fund Ásthildi Þórsdóttur, Vilhjálm Bjarnason og Guðmund Ásgeirsson frá Hagsmunasamtökum heimilanna og Þórunni Önnu Árnadóttur og Matthildi Sveinsdóttur frá Neytendastofu.

5) 314. mál - innheimta opinberra skatta og gjalda Kl. 10:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Ingu Torfadóttur og Steinar Örn Steinarsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með umsagnarfresti til 25. nóvember og að Brynjar Níelsson yrði framsögumaður þess.

6) 313. mál - stimpilgjald Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Ingu Torfadóttur og Steinar Örn Steinarsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með umsagnarfresti til 25. nóvember og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður þess.

7) 4. mál - sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki Kl. 10:45
Samþykkt var að afgreiða málið til 2. umræðu með atkvæðum Óla Björns Kárasonar, Brynjars Níelssonar, Bryndísar Haraldsdóttur, Silju Daggar Gunnarsdóttur og Ólafs Þórs Gunnarssonar. Aðrir viðstaddir nefndarmenn sátu hjá við atkvæðagreiðsluna.

Undir nefndarálit meiri hluta skrifuðu Óli Björn Kárason, Brynjar Níelsson, Bryndís Haraldsdóttir, Silja Dögg Gunnarsdóttir og Ólafur Þór Gunnarsson. Oddný G. Harðardóttir og Þorsteinn Víglundsson boðuðu að þau hygðust skila minnihlutaálitum.

8) 332. mál - breyting á ýmsum lögum varðandi leyfisveitingar Kl. 10:50
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með umsagnarfresti til 25. nóvember og að Bryndís Haraldsdóttir yrði framsögumaður þess.

9) 293. mál - tekjuskattur Kl. 10:50
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með umsagnarfresti til 25. nóvember og að Oddný G. Harðardóttir yrði framsögumaður þess.

10) 14. mál - starfsemi smálánafyrirtækja Kl. 11:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Þórunni Önnu Árnadóttur og Matthildi Sveinsdóttur frá Neytendastofu.

11) Önnur mál Kl. 12:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00