23. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 28. nóvember 2019 kl. 09:05


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:05
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 09:05
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:05
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:05
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:05
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:05
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:05
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:05

Silja Dögg Gunnarsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:05
Fundargerð 22. fundar var samþykkt.

2) 314. mál - innheimta opinberra skatta og gjalda Kl. 09:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Benedikt S. Benediktsson frá SVÞ - Samtökum verslunar og þjónustu og Samtökum ferðaþjónustunnar.

3) 381. mál - úrvinnsla eigna og skulda ÍL-sjóðs vegna uppsafnaðs vanda Íbúðalánasjóðs Kl. 09:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Esther Finnbogadóttur og Tómas Brynjólfsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

4) FATF og lög um skráningu raunverulegra eigenda Kl. 09:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ingva Má Pálsson og Sigurbjörgu Stellu Guðmundsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

5) 245. mál - tollalög o.fl. Kl. 10:05
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu með atkvæðum allra viðstaddra nefndarmanna.

Óli Björn Kárason, Bryndís Haraldsdóttir, Brynjar Níelsson, Ólafur Þór Gunnarsson, Smári McCarthy og Þorsteinn Víglundsson skrifuðu undir nefndarálit og breytingartillögu meiri hluta.

6) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 1286/2014 frá 26. nóvember 2014 um lykilupplýsingaskjöl fyrir pakkaðar og vátryggingatengdar fjárfestingarvörur fyrir almenna fjárfesta (PRIIP) Kl. 10:10
Nefndin samþykkti að afgreiða álit um málið til utanríkismálanefndar.

7) Önnur mál Kl. 10:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15