27. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 6. desember 2019 kl. 13:05


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 13:05
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 13:05
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 13:05
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 13:05
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 13:05
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 13:05
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 14:30
Smári McCarthy (SMc), kl. 13:05

Þorsteinn Sæmundsson sat fundinn fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson kl. 14:00 til 14:30.

Silja Dögg Gunnarsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:05
Fundargerð 26. fundar var samþykkt.

2) 314. mál - innheimta opinberra skatta og gjalda Kl. 13:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðjón Bragason frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

Samþykkt var að afgreiða málið til þriðju umræðu með atkvæðum allra viðstaddra nefndarmanna. Allir viðstaddir nefndarmenn skrifuðu undir nefndarálit með breytingartillögu.

3) 381. mál - úrvinnsla eigna og skulda ÍL-sjóðs vegna uppsafnaðs vanda Íbúðalánasjóðs Kl. 13:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hermann Jónasson, Þorstein Arnalds og Katrínu Oddsdóttur frá Íbúðalánasjóði.

4) 129. mál - réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins Kl. 14:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Andra Val Ívarsson frá Bandalagi háskólamanna og Hrannar Má Gunnarsson frá BSRB.

5) 223. mál - neytendalán Kl. 14:30
Nefndin fjallaði um málið.

6) Önnur mál Kl. 15:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:00