29. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 12. desember 2019 kl. 09:15


Mættir:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:15
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 09:15
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:15
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:15
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:15
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:15
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:15
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ) fyrir Þorgrím Sigmundsson (ÞorgS), kl. 09:15
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:15

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Fundargerð 28. fundar var samþykkt.

2) 432. mál - breyting á ýmsum lögum um skatta Kl. 09:15
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu.

Allir viðstaddir nefndarmenn skrifuðu undir nefndarálit meiri hluta og breytingartillögur, þar af Þorsteinn Víglundsson, Smári McCarthy og Oddný G. Harðardóttir með fyrirvara.

3) 381. mál - úrvinnsla eigna og skulda ÍL-sjóðs vegna uppsafnaðs vanda Íbúðalánasjóðs Kl. 09:30
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu.

Óli Björn Kárason, Þorsteinn Víglundsson, Bryndís Haraldsdóttir, Brynjar Níelsson, Ólafur Þór Gunnarsson og Jóhann Friðrik Friðriksson skrifuðu undir nefndarálit meiri hluta og breytingartillögur.

4) 223. mál - neytendalán Kl. 09:40
Nefndin fjallaði um málið.

5) Önnur mál Kl. 10:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15