37. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 28. janúar 2020 kl. 09:10


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Ásgerður K. Gylfadóttir (ÁsgG), kl. 09:10
Karen Elísabet Halldórsdóttir (KEH) fyrir Bryndísi Haraldsdóttur (BHar), kl. 09:10
Njörður Sigurðsson (NS), kl. 09:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:10
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:30
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:10

Brynjar Níelsson og Þorsteinn Víglundsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerð 36. fundar var samþykkt.

2) 447. mál - ársreikningar Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurbjörgu Stellu Guðmundsdóttur og Hörpu Theodórsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

3) 448. mál - breyting á ýmsum lagaákvæðum um innlánsdeildir og hæfisskilyrði stjórnarmanna og framkvæmdastjóra samvinnufélaga Kl. 09:25
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurbjörgu Stellu Guðmundsdóttur og Hörpu Theodórsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

4) Lög um neytendalán (smálán) Kl. 09:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Daða Ólafsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti og Elfi Logadóttur frá ERA lausnum ehf.

5) 370. mál - verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræn eignarskráning Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Öglu Eir Vilhjálmsdóttur frá Viðskiptaráði Íslands.

6) 450. mál - breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld Kl. 10:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Lárus Ólafsson frá Samtökum iðnaðarins og Benedikt S. Benediktsson og Pálma Örn Snorrason frá Samtökum ferðaþjónustunnar.

7) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00