46. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 26. febrúar 2020 kl. 15:15


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 15:15
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 15:15
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 15:15
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 15:15
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 15:15
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 15:15
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 15:15
Silja Dögg Gunnarsdóttir (SilG), kl. 15:15

Smári McCarthy var fjarverandi.

Nefndarritari: Sigrún Rósa Björnsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:15
Dagskrárlið frestað.

2) 569. mál - stimpilgjald Kl. 15:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ingibjörgu Helgu Helgadóttur, Guðrúnu Ingu Torfadóttur og Steinar Örn Steinarsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

3) 594. mál - tekjuskattur Kl. 15:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ingibjörgu Helgu Helgadóttur, Guðrúnu Ingu Torfadóttur og Steinar Örn Steinarsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

4) 75. mál - árangurstenging kolefnisgjalds Kl. 16:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Nicole Keller og Ástu Karen Helgadóttur.

5) 27. mál - tekjuskattur Kl. 16:15
Dagskrárlið frestað.

6) 34. mál - tekjuskattur Kl. 16:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu V. Steingrímsdóttur frá Bændasamtökum Íslands.

7) 92. mál - stuðningur til kaupa á fyrstu íbúð Kl. 16:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ásthildi Lóu Þórsdóttur og Guðmund Ásgeirsson frá Hagsmunasamtökum heimilanna.

8) Grunnatriði dulkóðunar Kl. 17:05
Dagskrárlið frestað.

9) Önnur mál Kl. 17:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:05