52. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 13. mars 2020 kl. 12:10


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 12:10
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 12:10
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 12:10
Birgir Þórarinsson (BirgÞ) fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 12:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 12:10
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 12:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 12:10
Smári McCarthy (SMc), kl. 12:10
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 12:10

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Sérfræðingur nefndarinnar, Steindór Dan Jensen, var í símafundabúnaði.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 12:10
Frestað.

2) 659. mál - staðgreiðsla opinberra gjalda og tryggingagjald Kl. 13:10
Ákveðið var að Óli Björn Kárason verði framsögumaður málsins.

Á fund nefndarinnar mætti Ingibjörg Helga Helgadóttir frá fjármálaráðuneytinu. Þá funduðu Snorri Olsen ríkisskattstjóri og Halldór Benjamín Þorbergsson með nefndinni símleiðis.

Tillaga um afgreiðslu málsins var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.

Undir nefndarálit og breytingartillögu meiri hluta rita allir viðstaddir nefndarmenn utan Oddnýjar G. Harðadóttur, þar af Þorsteinn Víglundsson og Smári McCarthy með fyrirvara.
Oddný G. Harðardóttir boðaði minni hluta álit.

3) Önnur mál Kl. 13:05
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 13:05