54. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, mánudaginn 23. mars 2020 kl. 16:00


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 16:00
Þorsteinn Víglundsson (ÞorstV) 1. varaformaður, kl. 16:00
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 16:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 16:00
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 16:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 16:00
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 16:00
Smári McCarthy (SMc), kl. 16:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 16:00

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Eyþór Benediktsson
Sigrún Rósa Björnsdóttir
Steindór Dan Jensen

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 12. mars sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 16:10
Dagskrárlið frestað.

2) 683. mál - aðgerðir til að mæta efnahagslegum áhrifum í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru Kl. 16:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Snorra Olsen ríkisskattstjóra, Elínu Ölmu Arthursdóttur, Jóhönnu Láru Guðbrandsdóttur, Ingvar J. Rögnvaldsson og Jens Þór Svansson frá Skattinum (kl. 16:00), Halldór Benjamín Þorbergsson, Davíð Þorláksson og Ásdísi Kristjánsdóttur frá Samtökum atvinnulífsins (kl. 17:00) og Katrínu Júlíusdóttur, Yngva Örn Kristinsson og Jónu Björk Guðnadóttur frá Samtökum fjármálafyrirtækja (kl. 17:35).

Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með fresti til kl. 20 næsta dag og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður þess.

3) Önnur mál Kl. 18:10
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 18:10