87. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 4. júní 2020 kl. 09:10


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:10
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:10
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:10
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:10
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:10

Oddný G. Harðardóttir yfirgaf fundinn kl. 10:50.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

Nefndarritarar:
Steindór Dan Jensen
Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) 711. mál - Kría - sprota- og nýsköpunarsjóður Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið.

3) 609. mál - tollalög Kl. 09:25
Nefndin fjallaði um málið.

4) 447. mál - ársreikningar Kl. 09:40
Nefndin fjallaði um málið.

5) 181. mál - félög til almannaheilla Kl. 09:50
Nefndin fjallaði um málið.

6) Lokunarstyrkir Kl. 10:05
Nefndin samþykkti að flytja frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, nr. 38/2020 (viðbótarlokunarstyrkir).

7) 709. mál - aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og skráning raunverulegra eigenda Kl. 10:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Margréti Arnheiði Jónsdóttur frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Björk Sigurgísladóttur og Helgu Rut Eysteinsdóttur frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands, Önnu Harðardóttur, Ingileifu Eyleifsdóttur, Stefán Skjaldarson og Birgi Guðlaugsson frá Skattinum og Matthildi Sveinsdóttur og Guðmundu Áslaugu Geirsdóttur frá Neytendastofu.

8) Önnur mál Kl. 11:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30