91. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 11. júní 2020 kl. 10:00


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 10:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 10:00
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 10:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 10:00
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 10:00
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 10:00
Smári McCarthy (SMc), kl. 10:00
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 10:00

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Steindór Dan Jensen
Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Fundargerðir 89. og 90. fundar voru samþykktar.

2) 709. mál - aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og skráning raunverulegra eigenda Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið.

3) 610. mál - samkeppnislög Kl. 10:15
Nefndin fjallaði um málið.

4) 609. mál - tollalög Kl. 10:30
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu.

Allir viðstaddir nefndarmenn skrifuðu undir nefndarálit með breytingartillögu, þar af Brynjar Níelsson, Bryndís Haraldsdóttir, Jón Steindór Valdimarsson og Smári McCarthy með fyrirvara.

5) 594. mál - tekjuskattur Kl. 10:45
Nefndin fjallaði um málið.

6) 843. mál - Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins Kl. 11:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ágúst Karl Guðmundsson, Ásgeir Skorra Thoroddsen og Ásu Kristínu Óskarsdóttur frá KPMG.

7) 721. mál - ársreikningar og endurskoðendur og endurskoðun Kl. 11:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Halldór Inga Pálsson frá Skattinum.

8) Önnur mál Kl. 11:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:45