92. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 12. júní 2020 kl. 09:45


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:45
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:45
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:45
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:45
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:45
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:45
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:45
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:45
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:45

Oddný G. Harðardóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson voru viðstödd fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

Brynjar Níelsson vék af fundi milli kl. 10:15 og 11:00.

Nefndarritarar:
Steindór Dan Jensen
Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:45
Dagskrárlið frestað.

2) 709. mál - aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka og skráning raunverulegra eigenda Kl. 09:45
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu.

Allir viðstaddir nefndarmenn utan Smára McCarthy og Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar skrifuðu undir nefndarálit og breytingartillögur meirihluta, þar af Oddný G. Harðardóttir samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda og með fyrirvara.

3) 721. mál - ársreikningar og endurskoðendur og endurskoðun Kl. 09:55
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu.

Allir viðstaddir nefndarmenn utan Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar skrifuðu undir nefndarálit með breytingartillögu, þar af Oddný G. Harðardóttir samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda.

4) Framkvæmd og umfang aðgerða vegna heimsfaraldurs Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Snorra Olsen ríkisskattstjóra og Elínu Ölmu Arthursdóttur og Jens Þór Svansson frá Skattinum.

5) 594. mál - tekjuskattur Kl. 10:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ingibjörgu Helgu Helgadóttur og Guðrúnu Ingu Torfadóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

6) 843. mál - Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins Kl. 11:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Heimi Skarphéðinsson frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

7) Önnur mál Kl. 11:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15