94. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 18. júní 2020 kl. 09:30


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:30
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:30
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:40
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:30
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 09:30

Oddný G. Harðardóttir og Smári McCarthy voru fjarverandi.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var viðstaddur fundinn í gegnum fjarfundabúnað.

Nefndarritarar:
Steindór Dan Jensen
Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Dagskrárlið frestað.

2) 843. mál - Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins Kl. 09:30
Samþykkt var að afgreiða málið til annarrar umræðu.

Allir viðstaddir nefndarmenn skrifuðu undir nefndarálit, þar af Sigmundur Davíð Gunnlaugsson samkvæmt heimild í 4. mgr. 18. gr. starfsreglna fastanefnda.

3) Frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt Kl. 09:45
Nefndin samþykkti að flytja frumvarp til laga um breytingu á lögum um virðisaukaskatt, nr. 50/1988.

4) 181. mál - félög til almannaheilla Kl. 09:55
Nefndin fjallaði um málið.

5) Önnur mál Kl. 10:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00