8. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 29. október 2020 kl. 08:30


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 08:30
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 08:30
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 08:30
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 08:30
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 08:30
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 08:30
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 08:30
Smári McCarthy (SMc), kl. 08:30
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 08:30

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Steindór Dan Jensen
Þuríður Benediktsdóttir

Fundurinn var fjarfundur og voru allir tengdir fundinum í gegnum fjarfundabúnað, sbr. afbrigði sem veitt voru skv. 95. gr. við 17. og 22. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, á þingfundi 1. október sl.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 08:30
Dagskrárlið frestað.

2) 212. mál - tekjufallsstyrkir Kl. 08:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Róbert Farestveit og Halldór Oddsson frá Alþýðusambandi Íslands, Þórunni Sveinbjarnardóttur og Vilhjálm Hilmarsson frá Bandalagi háskólamanna, Ólaf Stephensen og Guðnýju Hjaltadóttur frá Félagi atvinnurekenda og Jóhannes Þór Skúlason frá Samtökum ferðaþjónustunnar.

Samhliða var fjallað um 3. dagskrárlið, frumvarp til laga um breytingu á lögum um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, nr. 38/2020 (framhald lokunarstyrkja).

3) 201. mál - fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru Kl. 08:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Róbert Farestveit og Halldór Oddsson frá Alþýðusambandi Íslands, Þórunni Sveinbjarnardóttur og Vilhjálm Hilmarsson frá Bandalagi háskólamanna, Ólaf Stephensen og Guðnýju Hjaltadóttur frá Félagi atvinnurekenda og Jóhannes Þór Skúlason frá Samtökum ferðaþjónustunnar.

Samhliða var fjallað um 2. dagskrárlið, frumvarp til laga um tekjufallsstyrki.

4) Önnur mál Kl. 10:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:00