14. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 9. nóvember 2020 kl. 15:15


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 15:15
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 15:15
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 15:15
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 15:15
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 15:15
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 15:15
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 15:15
Smári McCarthy (SMc), kl. 15:15
Willum Þór Þórsson (WÞÞ), kl. 15:15

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:15
Fundargerð 13. fundar var samþykkt.

2) 5. mál - breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2021 Kl. 15:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigríði Ingibjörgu Ingadóttur frá BSRB, Eyþór Mána Steinarsson frá Hopp Mobility, Þóreyju S. Þórðardóttur og Gylfa Jónasson frá Landssamtökum lífeyrissjóða, Ólaf K. Ólafs, Snædísi Ögn Flosadóttur, Ólaf Pál Gunnarsson og Jón L. Árnason f.h. 11 minni og meðalstórra lífeyrissjóða (Brú - lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga, Lífsverk lífeyrissjóður, Íslenski lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður bankamanna, Lífeyrissjóður starfsmanna Reykjavíkurborgar, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Eftirlaunasjóður FÍA, Lífeyrissjóður bænda, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka Íslands, Lífeyrissjóður Rangæinga og Lífeyrissjóður tannlæknafélags Íslands), og Önnu Maríu Allawawi Sonde og Sögu Maríu Sæþórsdóttur.

3) 43. mál - aðgerðir í þágu sveitarfélaga vegna heimsfaraldurs kórónuveiru Kl. 17:00
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 25. nóvember og að Oddný G. Harðardóttir yrði framsögumaður þess.

4) 52. mál - árangurstenging kolefnisgjalds Kl. 17:00
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 25. nóvember og að Smári McCarthy yrði framsögumaður þess.

5) Önnur mál Kl. 17:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 17:00