40. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 26. janúar 2021 kl. 09:10


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:10
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:10
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:10
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:10
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:10
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:10

Ólafur Þór Gunnarsson vék af fundi kl. 10:45 og Bryndís Haraldsdóttir vék af fundi kl. 11:05.

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 38. og 39. fundar voru samþykktar.

2) 7. mál - fjármálafyrirtæki Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Björk Sigurgísladóttur, Andrés Þorleifsson, Tómas Sigurðsson, Elmar Ásbjörnsson og Guðrúnu Ögmundsdóttur frá fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands.

3) 342. mál - breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld Kl. 09:35
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ingvar J. Rögnvaldsson og Elínu Ölmu Arthursdóttur frá Skattinum og Jón Svan Hjartarson og Garðar Víði Gunnarsson frá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu.

4) 373. mál - rannsókn og saksókn í skattalagabrotum Kl. 10:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ingibjörgu Helgu Helgadóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu og Rögnu Bjarnadóttur og Hildi Sunnu Pálmadóttur frá dómsmálaráðuneytinu.

5) 364. mál - aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka Kl. 11:15
Nefndin samþykkti að senda málið til umsagnar með fresti til 9. febrúar 2021 og að Óli Björn Kárason verði framsögumaður þess.

6) Önnur mál Kl. 11:15
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15