56. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 18. mars 2021 kl. 09:30


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:30
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:30
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:50
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:30
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:30
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:30
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:30
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 09:30

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Dagskrárlið frestað.

2) 544. mál - stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki Kl. 09:30
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 8. apríl 2021 og að Jón Steindór Valdimarsson yrði framsögumaður þess.

3) 605. mál - brottfall laga um vísitölu byggingarkostnaðar Kl. 09:30
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 8. apríl 2021 og að Ólafur Þór Gunnarsson yrði framsögumaður þess.

4) 603. mál - félög til almannaheilla Kl. 09:30
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 8. apríl 2021 og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður þess.

5) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2365 frá 25. nóvember 2015 um gagnsæi í fjármögnunarviðskiptum með verðbréf og um endurnotkun og breytingu á reglugerð (ESB) nr. 648/2012 Kl. 09:35
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ernu Sigríði Hallgrímsdóttur frá utanríkisráðuneyti og Benedikt Hallgrímsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

6) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/878 frá 20. maí 2019 um breytingu á tilskipun 2013/36/ESB að því er varðar aðila sem njóta undanþágu, eignarhaldsfélög á fjármálasviði, blönduð eignarhaldsfélög í fjármálastarfsemi, starfskjör, eftirlitsráðst Kl. 09:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ernu Sigríði Hallgrímsdóttur frá utanríkisráðuneyti og Gunnlaug Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

7) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1238 frá 20. júní 2019 um samevrópska einstaklingsbundna lífeyrisvöru (e. PEPP) Kl. 09:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ernu Sigríði Hallgrímsdóttur frá utanríkisráðuneyti og Önnu Valbjörgu Ólafsdóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

8) 537. mál - gjaldeyrismál Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Árnínu Steinunni Kristjánsdóttur, Magnús Harðarson og Baldur Thorlacius frá Kauphöll Íslands og Stefaníu Kolbrúnu Ásbjörnsdóttur frá Samtökum atvinnulífsins.

9) 360. mál - græn atvinnubylting Kl. 11:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sverri Jan Norðfjörð og Einar Snorra Einarsson frá Landsneti.

10) 584. mál - aðgerðir gegn markaðssvikum Kl. 11:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðmund Kára Kárason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

11) 441. mál - vextir og verðtrygging Kl. 11:40
Nefndin fjallaði um málið.

12) Önnur mál Kl. 11:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:45