57. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 22. mars 2021 kl. 15:15


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 15:15
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 15:15
Ágúst Ólafur Ágústsson (ÁÓÁ) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 15:15
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 15:15
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 15:15
Ólafur Ísleifsson (ÓÍ) fyrir Sigmund Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 15:15
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 15:15

Jón Steindór Valdimarsson og Smári McCarthy voru fjarverandi.

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 15:15
Dagskrárlið frestað.

2) 98. mál - ástandsskýrslur fasteigna Kl. 15:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Herdísi Hallmarsdóttur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

3) 537. mál - gjaldeyrismál Kl. 15:40
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Konráð S. Guðjónsson frá Viðskiptaráði Íslands.

4) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/878 frá 20. maí 2019 um breytingu á tilskipun 2013/36/ESB að því er varðar aðila sem njóta undanþágu, eignarhaldsfélög á fjármálasviði, blönduð eignarhaldsfélög í fjármálastarfsemi, starfskjör, eftirlitsráðst Kl. 15:55
Nefndin samþykkti að afgreiða álit um málið til utanríkismálanefndar.

5) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/1238 frá 20. júní 2019 um samevrópska einstaklingsbundna lífeyrisvöru (e. PEPP) Kl. 15:55
Nefndin samþykkti að afgreiða álit um málið til utanríkismálanefndar.

6) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2015/2365 frá 25. nóvember 2015 um gagnsæi í fjármögnunarviðskiptum með verðbréf og um endurnotkun og breytingu á reglugerð (ESB) nr. 648/2012 Kl. 15:55
Nefndin samþykkti að afgreiða álit um málið til utanríkismálanefndar.

7) 605. mál - brottfall laga um vísitölu byggingarkostnaðar Kl. 16:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigrúnu Ólafsdóttur frá forsætisráðuneyti og Heiðrúnu Eriku Guðmundsdóttur frá Hagstofu Íslands.

8) 603. mál - félög til almannaheilla Kl. 16:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurbjörgu Stellu Guðmundsdóttur frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti.

9) 342. mál - breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld Kl. 16:25
Nefndin fjallaði um málið.

10) 399. mál - tekjuskattur Kl. 16:45
Nefndin fjallaði um málið.

11) Önnur mál Kl. 16:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:55