68. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 6. maí 2021 kl. 09:10


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 09:10
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 09:10
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 09:10
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 09:10
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH), kl. 09:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 09:10
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) fyrir Oddnýju G. Harðardóttur (OH), kl. 09:10
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 09:10
Smári McCarthy (SMc), kl. 09:10

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Dagskrárlið frestað.

2) 769. mál - fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru o.fl. Kl. 09:10
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir samkvæmt heimild í fundargerð 47. fundar með fresti til 10. maí og að Óli Björn Kárason yrði framsögumaður málsins.

3) 768. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kl. 09:10
Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir samkvæmt heimild í fundargerð 47. fundar með fresti til 14. maí og ákvað áð Bryndís Haraldsdóttir yrði framsögumaður málsins.

4) 537. mál - gjaldeyrismál Kl. 09:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra, Rannveigu Júníusdóttur og Andra Egilsson frá Seðlabanka Íslands.

5) 689. mál - breyting á ýmsum lögum á vátryggingamarkaði og bankamarkaði Kl. 10:00
Dagskrárlið frestað.

6) Saknæmisskilyrði 172. gr. tollalaga Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ólaf Stephensen og Guðnýju Hjaltadóttur frá Félagi atvinnurekenda og Benedikt S. Benediktsson frá SVÞ - Samtökum verslunar og þjónustu.

7) 769. mál - fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru o.fl. Kl. 10:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Þorleifsdóttur og Ingibjörgu Helgu Helgadóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

8) Önnur mál Kl. 11:00
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00