71. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn miðvikudaginn 12. maí 2021 kl. 13:00


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 13:00
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 13:10
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 13:00
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 13:00
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH), kl. 13:10
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 13:00
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 13:10
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 13:00

Smári McCarthy var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:00
Dagskrárlið frestað.

2) 625. mál - stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda Kl. 13:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Njörð Sigurðsson frá Þjóðskjalasafni Íslands, Ragnheiði Birnu Björnsdóttur og Þóri Ólason frá Tryggingastofnun ríkisins og Bryndísi Gunnlaugsdóttur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga.

3) 700. mál - breyting á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóðs og ákvæða um tilgreinda séreign Kl. 13:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jóhann Gunnar Þórarinsson og Vilhjálm Hilmarsson frá BHM, Guðjón Bragason og Sigurð Snævarr frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Birgi Björn Sigurjónsson, Ólöfu Marín Úlfarsdóttur og Halldóru Káradóttur frá Reykjavíkurborg, Ragnar Þór Ingólfsson frá VR, Vilhjálm Birgisson frá Verkalýðsfélagi Akraness og Hólmgeir Jónsson frá Sjómannasambandi Íslands.

4) Önnur mál Kl. 15:30
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:30