73. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 18. maí 2021 kl. 10:35


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 10:35
Jón Steindór Valdimarsson (JSV) 1. varaformaður, kl. 10:35
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 10:35
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 10:35
Hjálmar Bogi Hafliðason (HBH), kl. 10:35
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 10:35
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 10:35
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 10:35
Smári McCarthy (SMc), kl. 10:35

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Steindór Dan Jensen

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:35
Dagskrárlið frestað.

2) 603. mál - félög til almannaheilla Kl. 10:35
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Bergþór Heimi Þórðarson og Lilju Þorgeirsdóttur frá Öryrkjabandalagi Íslands.

3) 699. mál - verðbréfasjóðir Kl. 10:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jónu Björk Guðnadóttur, Lilju Jensen, Magnús Má Leifsson, Írisi Björk Hreinsdóttur og Birgi Ottó Hillers frá Samtökum fjármálafyrirtækja.

4) 625. mál - stafrænt pósthólf í miðlægri þjónustugátt stjórnvalda Kl. 11:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jónu Björk Guðnadóttur og Hallgrím Ásgeirsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja, Kristinn Halldór Einarsson og Pál Rúnar Mikael Kristjánsson frá Blindrafélaginu og Ingu Björk Margrétar Bjarnadóttur og Árna Múla Jónasson frá Landssamtökunum Þroskahjálp.

5) 697. mál - breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld Kl. 11:40
Nefndin fjallaði um málið.

6) 3. mál - tekjuskattur Kl. 11:45
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til annarrar umræðu.
Allir nefndarmenn standa að nefndaráliti með breytingartillögu, þar af Jón Steindór Valdimarsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson með fyrirvara.

7) Saknæmisskilyrði 172. gr. tollalaga Kl. 11:50
Nefndin fjallaði um málið.

8) Skýrslubeiðni til fjármála- og efnahagsráðherra um mat á árangri aðgerða til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru Kl. 11:55
Dagskrárlið frestað.

9) Önnur mál Kl. 11:55
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00