79. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 151. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn þriðjudaginn 1. júní 2021 kl. 10:35


Mætt:

Óli Björn Kárason (ÓBK) formaður, kl. 10:35
Brynjar Níelsson (BN) 2. varaformaður, kl. 10:35
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 10:35
Ólafur Þór Gunnarsson (ÓGunn), kl. 10:35
Rósa Björk Brynjólfsdóttir (RBB) fyrir Ágúst Ólaf Ágústsson (ÁÓÁ), kl. 11:15
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (SDG), kl. 10:35
Smári McCarthy (SMc), kl. 10:35
Þórarinn Ingi Pétursson (ÞórP), kl. 10:35

Jón Steindór Valdimarsson var fjarverandi.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:35
Fundargerð 78. fundar var samþykkt.

2) ReglugerðEvrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2020/852 um að koma á ramma til að greiða fyrir sjálfbærri fjárfestingu og um breytingu á reglugerð (ESB) 2019/2088. Kl. 10:35
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ernu S. Hallgrímsdóttur frá utanríkisráðuneyti og Benedikt Hallgrímsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

3) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2088 um upplýsingar tengdar sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu Kl. 10:35
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ernu S. Hallgrímsdóttur frá utanríkisráðuneyti og Benedikt Hallgrímsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

4) 791. mál - fasteignalán til neytenda Kl. 10:55
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Herdísi Hallmarsdóttur og Rún Knútsdóttur frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun og Katrínu Júlíusdóttur og Yngva Örn Kristinsson frá Samtökum fjármálafyrirtækja.

5) 699. mál - verðbréfasjóðir Kl. 11:00
Nefndin fjallaði um málið.

6) 624. mál - markaðir fyrir fjármálagerninga Kl. 11:00
Nefndin fjallaði um málið.

7) 768. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kl. 10:50
Nefndin samþykkti að afgreiða málið til 3. umræðu.

8) Skýrslubeiðni til fjármála- og efnahagsráðherra um mat á árangri aðgerða til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru Kl. 11:05
Nefndin fjallaði um málið.

9) Önnur mál Kl. 11:35
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:35