6. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 17. desember 2021 kl. 09:15


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 09:15
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:25
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:15
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:15
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 09:15
Jakob Frímann Magnússon (JFM) fyrir (ÁLÞ), kl. 09:15
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 09:15
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:15

Guðbrandur Einarsson boðaði forföll.
Gestir tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Fundargerðir 4. fundar var samþykkt.

2) 164. mál - fjárhagslegar viðmiðanir o.fl. Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jónu Björk Guðnadóttur, Ingva Örn Kristinsson, Hallgrím Ásgeirsson, Magnús Fannar Sigurhansson og Hjördísi Gullu Gylfadóttur frá Samtökum fjármálafyrirtækja.

3) 3. mál - breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022 Kl. 09:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurð Inga Friðleifsson frá Orkusetri, Odd Ás Garðarsson, Erlu Guðmundsdóttur og Söru Sigurðardóttur frá Seðlabanka Íslands og Hlyn Ingason, Steinar Örn Steinarsson, Guðlaugu Maríu Valdemarsdóttur, Guðrúnu Ingu Torfadóttur, Írisi Hönnuh Atladóttur og Benedikt Axel Ágústsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

4) 4. mál - skattar og gjöld Kl. 11:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hlyn Ingason, Steinar Örn Steinarsson, Guðlaugu Maríu Valdemarsdóttur, Guðrúnu Ingu Torfadóttur, Írisi Hönnuh Atladóttur og Benedikt Axel Ágústsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

5) Önnur mál Kl. 11:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:30