7. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 152. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn mánudaginn 20. desember 2021 kl. 10:00


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 10:00
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 10:00
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 10:00
Daði Már Kristófersson (DMK) fyrir (GE), kl. 10:00
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 10:00
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 10:00
Halldóra Mogensen (HallM), kl. 10:00
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 10:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 10:00

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Dagskrárlið frestað.

2) 3. mál - breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2022 Kl. 10:00
Nefndin ræddi drög að nefndaráliti.

3) 4. mál - skattar og gjöld Kl. 10:30
Nefndin ræddi drög að nefndaráliti.

4) 5. mál - skattar og gjöld Kl. 10:40
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum nefndarmönnum.
Að nefndaráliti með breytingartillögu standa allir nefndarmenn.

5) 137. mál - tekjuskattur Kl. 10:40
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum nefndarmönnum.
Að nefndaráliti með breytingartillögu standa allir nefndarmenn.

6) 164. mál - fjárhagslegar viðmiðanir o.fl. Kl. 10:50
Tillaga um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum nefndarmönnum.
Að nefndaráliti með breytingartillögu standa Guðrún Hafsteinsdóttir, Ágúst Bjarni Garðarsson, Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Diljá Mist Einarsdóttir, Daði Már Kristófersson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir.

7) Önnur mál Kl. 11:00
Ásthildur Lóa Þórsdóttir lagði fram bókun þess efnis að á fundi nefndarinnar 10. desember síðastliðinn hafi hún lagt til við nefndina að flutt yrði frumvarp sem kveði á um sérstaka 50 þúsund króna eingreiðslu til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00