15. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 152. löggjafarþingi.
Fjarfundur haldinn fimmtudaginn 20. janúar 2022 kl. 09:10


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 09:10
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:10
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) 2. varaformaður, kl. 09:10
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:10
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:10
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:10
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:10
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:10

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Dagskrárliðnum var frestað.

2) 232. mál - styrkir til rekstraraðila veitingastaða sem hafa sætt takmörkunum á opnunartíma Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Þorleifsdóttur og Gunnlaug Helgason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Nefndin samþykkti að veita formanni heimild, fyrir hönd nefndarinnar, að senda málið til umsagnar um leið og því yrði vísað til nefndarinnar og að umsagnarfrestur yrði til dagsloka mánudaginn 24. janúar.

3) Breyting á ýmsum lögum um skatta og gjöld Kl. 10:00
Meiri hluti nefndarinnar, Guðrún Hafsteinsdóttir, Ágúst Bjarni Garðarsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir, ákvað að flytja frumvarp til laga um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld (leiðrétting). Ákveðið var að frumvarpið yrði lagt fram í stað frumvarps sem nefndin ákvað að flytja á fundi sínum 14. janúar.

4) Kynning á nefndastarfi og starfsreglum fastanefnda Kl. 10:10
Dagskrárliðnum var frestað.

5) 80. mál - vextir og verðtrygging og húsaleigulög Kl. 10:15
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með einnar viku umsagnarfresti og að Ásthildur Lóa Þórsdóttir verði framsögumaður þess.

6) 143. mál - tímasett aðgerðaáætlun um einföldun regluverks Kl. 10:20
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti. Ákvörðun um framsögumann var frestað.

7) 12. mál - úttekt á tryggingavernd í kjölfar náttúruhamfara Kl. 10:20
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir verði framsögumaður þess.

8) Önnur mál Kl. 10:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:25