21. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 8. febrúar 2022 kl. 09:10


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 09:15
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:15
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) 2. varaformaður, kl. 09:15
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:15
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:15
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 09:15
Kjartan Magnússon (KMagn), kl. 09:15
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:15

Guðrún Hafsteinsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað skv. heimild í 17. gr. þingskapa og stýrði Ágúst Bjarni Garðarsson fundinum.
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir boðaði forföll.

Gestir tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Fundargerðir 19. og 20. fundar voru samþykktar.

2) 253. mál - fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ólaf Stephensen frá Félagi atvinnurekenda og Laufeyju Guðmundsdóttur og Jónu Fanneyju Svavarsdóttur frá Samstöðuhópi einyrkja og lítilla fyrirtækja í ferðaþjónustu.

3) 80. mál - vextir og verðtrygging og húsaleigulög Kl. 10:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigríði Örlygsdóttur og Guðmund Ásgeirsson frá Hagsmunasamtökum heimilanna.

4) Fyrirkomulag gjaldheimtu vegna umsóknar um ríkisborgararétt. Kl. 10:35
Nefndin samþykkti að óska eftir minnisblöðum frá Útlendingastofnun og dómsmálaráðuneyti skv. 51. gr. þingskapa þar sem fram kæmi afstaða til fyrirkomulags gjaldtöku vegna umsókna um ríkisborgararétt til Alþingis.

5) 291. mál - viðspyrnustyrkir Kl. 11:00
Ákveðið var að senda málið ti lumsagnar með fresti til 17. febrúar og að framsögumaður málsins verði Guðrún Hafsteinsdóttir.

6) Önnur mál Kl. 11:05
Nefndin ræddi starfið framundan.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:10