24. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 22. febrúar 2022 kl. 10:10


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 10:10
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) 2. varaformaður, kl. 10:10
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 10:10
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 10:10
Eva Dögg Davíðsdóttir (EDD), kl. 10:10
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 10:10
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 10:10
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 10:10
Líneik Anna Sævarsdóttir (LínS) fyrir (ÁBG), kl. 10:10

Guðrún Hafsteinsdóttir tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað skv. heimild í 17. gr. þingskapa. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir stýrði fundinum.

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:10
Dagskrárliðnum var frestað.

2) 253. mál - fjárstuðningur til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru Kl. 10:10
Tillaga formanns um afgreiðslu málsins til 2. umræðu var samþykkt með atkvæðum allra viðstaddra nefndarmanna.
Að nefndaráliti meiri hluta standa Ágúst Bjarni Garðarsson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Eva Dögg Davíðsdóttir, Diljá Mist Einarsdóttir og Guðbrandur Einarsson.

3) 291. mál - viðspyrnustyrkir Kl. 10:15
Tillaga formanns um afgreiðslu málsins til 2. umræðu var samþykkt með atkvæðum allra viðstaddra nefndarmanna.
Að nefndaráliti meiri hluta standa Ágúst Bjarni Garðarsson, Guðrún Hafsteinsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, Eva Dögg Davíðsdóttir, Diljá Mist Einarsdóttir og Guðbrandur Einarsson.

4) Fyrirkomulag gjaldheimtu vegna umsóknar um ríkisborgararétt. Kl. 10:20
Nefndin ræddi næstu skref í umfjöllun sinni um málið.

5) Önnur mál Kl. 10:45
Ásthildur Lóa Þórsdóttir óskaði eftir því 80. mál um vexti og verðtryggingu og húsaleigulög yrði tekið á dagskrá á fundi nefndarinnar svo fljótt sem við yrði komið skv. 2. mgr. 15. gr. þingskapa.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00