28. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 4. mars 2022 kl. 11:05


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 11:05
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) 2. varaformaður, kl. 11:10
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 11:05
Dagbjört Hákonardóttir (DagH) fyrir (JPJ), kl. 11:05
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 11:05
Eva Dögg Davíðsdóttir (EDD) fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur (SÞÁ), kl. 11:05
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 11:05
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 11:05

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 11:05
Fundargerðir 21., 22., 23., 24. og 25. fundar voru samþykktar.

2) Greinagerð um sölu á hlut ríkissjóðs í Íslandsbanka hf. Kl. 11:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Pál Gunnar Pálsson og Ólaf Frey Þorsteinsson frá Samkeppniseftirlitinu og Gunnar Jakobsson, Björk Sigurgísladóttur og Ragnar Árna Sigurðarson frá Seðlabanka Íslands.

3) 385. mál - lýsing verðbréfa o.fl. Kl. 12:00
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að framsögumaður málsins verði Guðrún Hafsteinsdóttir.

4) 49. mál - aukið lýðræði og gagnsæi í lífeyrissjóðum Kl. 12:00
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að framsögumaður málsins verði Ásthildur Lóa Þórsdóttir.

5) 52. mál - eignarréttur og erfð lífeyris Kl. 12:00
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að framsögumaður málsins verði Ásthildur Lóa Þórsdóttir.

6) 53. mál - staðgreiðsla við innborgun í lífeyrissjóði Kl. 12:00
Ákveðið var að senda málið til umsagnar tveggja vikna umsagnarfresti og að framsögumaður málsins verði Ásthildur Lóa Þórsdóttir.

7) 75. mál - neytendalán o.fl. Kl. 12:00
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að framsögumaður málsins verði Ásthildur Lóa Þórsdóttir.

8) 76. mál - fasteignalán til neytenda og nauðungarsala Kl. 12:00
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að framsögumaður málsins verði Ásthildur Lóa Þórsdóttir.

9) 77. mál - innheimtulög Kl. 12:00
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að framsögumaður málsins verði Ásthildur Lóa Þórsdóttir.

10) 78. mál - tekjustofnar sveitarfélaga Kl. 12:00
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að framsögumaður málsins verði Ásthildur Lóa Þórsdóttir.

11) Önnur mál Kl. 12:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:20