36. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 31. mars 2022 kl. 10:00


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 10:00
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) 2. varaformaður, kl. 10:00
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 10:00
Georg Eiður Arnarson (GEA), kl. 10:00
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 10:00
Kristín Hermannsdóttir (KH), kl. 10:00

Guðbrandur Einarsson, Jóhann Páll Jóhannsson og Steinunn Þóra Árnadóttir boðuðu forföll.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 10:00
Fundargerðir 32.-35. fundar voru samþykktar.

2) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2402 um almennan ramma fyrir verðbréfun og gerð sértæks ramma fyrir einfalda, gagnsæja og staðlaða verðbréfun, og um breytingu á tilskipunum 2009/65/EB, 2009/138/EB og 2011/61/ESB og reglugerðum (EB) nr. 1060 Kl. 10:00
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ernu S. Hallgrímsdóttur frá utanríkisráðuneyti og Benedikt Hallgrímsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

3) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/557 um breytingar á reglugerð (ESB) 2017/2402 um almennan ramma fyrir verðbréfun og gerð sértæks ramma fyrir einfalda, gagnsæja og staðlaða verðbréfun til að stuðla að endurbótum í kjölfar COVID-19 hættuástan Kl. 10:10
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Ernu S. Hallgrímsdóttur frá utanríkisráðuneyti og Benedikt Hallgrímsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

4) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2019/2099 frá 23. október 2019 um breytingu á reglugerð (ESB) nr. 648/2012 að því er varðar verklagsreglur og yfirvöld sem koma að starfsleyfi fyrir miðlæga mótaðila og kröfurnar fyrir viðurkenningu miðlægra mótað Kl. 10:15
Nefndin samþykkti að afgreiða álit um málið til utanríkismálanefndar.

5) Tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/338 frá 16. febrúar um breytingu á tilskipun 2014/65/ESB að því er varðar upplýsingakröfur, afurðastýringu og stöðuhámark og tilskipanir 2013/36/ESB og (ESB) 2019/878 að því er varðar beitingu þeirra á verðbr Kl. 10:15
Nefndin samþykkti að afgreiða álit um málið til utanríkismálanefndar.

6) 385. mál - lýsing verðbréfa o.fl. Kl. 10:15
Tillaga formanns um afgreiðslu málsins var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Að nefndaráliti meiri hluta standa Guðrún Hafsteinsdóttir, Kristín Hermannsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir og Diljá Mist Einarsdóttir auk Steinunnar Þóru Árnadóttur sem var fjarverandi við afgreiðslu málsins en ritar undir álitið skv. heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

7) 417. mál - greiðslureikningar Kl. 10:20
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Margréti Arnheiði Jónsdóttur, Ingibjörgu Árnadóttur og Helgu Björk Helgadóttur Valberg frá Samtökum fjármálafyrirtækja.

8) Önnur mál Kl. 10:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:40