37. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 152. löggjafarþingi
heimsókn fjármála- og efnahagsráðuneytis föstudaginn 1. apríl 2022 kl. 13:00


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 13:00
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 13:00
Georg Eiður Arnarson (GEA), kl. 13:00
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 13:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 14:00

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, Kristín Hermannsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir og Jóhann Páll Jóhannsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Arnar Kári Axelsson

Bókað:

1) Heimsókn í fjármála- og efnahagsráðuneytið Kl. 13:00
Nefndin heimsótti fjármála- og efnahagsráðuneytið. Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri og Guðrún Þorleifsdóttir, Helga Jónsdóttir og Jón Gunnar Vilhelmsson kynntu starfsemi ráðuneytisins og svöruðu spurningum nefndarmanna.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 15:00