43. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 17. maí 2022 kl. 09:10


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 09:10
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:10
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:10
Ingibjörg Isaksen (IÓI) fyrir Hafdísi Hrönn Hafsteinsdóttur (HHH), kl. 09:10
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:10

Diljá Mist Einarsdóttir var fjarverandi vegna annarra þingstarfa. Eva Sjöfn Helgadóttir, Guðbrandur Einarsson og Jóhann Páll Jóhannsson voru fjarverandi.

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:20
Fundargerð 41. og 42. fundar var samþykkt.

2) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/2402 um almennan ramma fyrir verðbréfun og gerð sértæks ramma fyrir einfalda, gagnsæja og staðlaða verðbréfun, og um breytingu á tilskipunum 2009/65/EB, 2009/138/EB og 2011/61/ESB og reglugerðum (EB) nr. 1060 Kl. 09:20
Nefndin samþykkti að afgreiða álit um málið til utanríkismálanefndar.

3) Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2021/557 um breytingar á reglugerð (ESB) 2017/2402 um almennan ramma fyrir verðbréfun og gerð sértæks ramma fyrir einfalda, gagnsæja og staðlaða verðbréfun til að stuðla að endurbótum í kjölfar COVID-19 hættuástan Kl. 09:25
Nefndin samþykkti að afgreiða álit um málið til utanríkismálanefndar.

4) 532. mál - fjármálamarkaðir Kl. 09:35
Nefndin fjallaði um málið.

5) Önnur mál Kl. 09:40
Nefndin fjallaði um starfið framundan.

Ásthildur Lóa Þórsdóttir lagði fram eftirfarndi bókun:
Ég fer fram á að efnahags- og viðskiptanefnd kalli fjármálaráðherra, Seðlabankastjóra, auk hagaðila eins og fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og fulltrúa heimilanna og leigjenda, á opinn fund til að ræða áhrif verðbólgunnar og aðgerða til að sporna við henni á hagkerfið og heimilin.

Það er hlutverk þingnefnda, ekki síst efnahags- og viðskiptanefndar, að veita framkvæmdavaldinu aðhald og eftirlit. Það höfum við gert, meðal annars með því að fá til okkar á opna fundi fulltrúa peningastefnunefndar Seðlabankans, fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans og nú síðast bankasýslunnar og fjármálaráðherra vegna sölu eignarhluta í Íslandsbanka. Á þeim fundum hafa átt sér stað gagnlegar umræður en nú hlýtur að vera komið að því að eiga sambærilega fundi um hækkandi verðbólgu, vaxtastig og áhrif þess á stöðu heimila og fyrirtækja.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:10