44. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 19. maí 2022 kl. 09:30


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 09:30
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:30
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) 2. varaformaður, kl. 09:30
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:30
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:30
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 09:30
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:30

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Frestað.

2) 532. mál - fjármálamarkaðir Kl. 09:30
Málið var sett á dagskrá að nýju að beiðni framsögumanns sem lagði fram uppfært nefndarálit með breytingartillögum. Tillaga framsögumanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Að nefndaráliti 1. minni hluta standa Guðrún Hafsteinsdóttir, Ágúst Bjarni Garðarsson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir.

3) 678. mál - tekjuskattur o.fl. Kl. 10:20
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til mánudagsins 23. maí og að Steinunn Þóra Árnadóttir verði framsögumaður þess.
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Lísu Margréti Sigurðardóttur frá innviðaráðuneyti og Tómas Brynjólfsson, Sögu Guðmundsdóttur, Ingibjörgu Helgu Helgadóttur og Benedikt Axel Ágústsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

4) Önnur mál Kl. 10:50
Nefndin ræddi bókun Ásthildar Lóu Þórsdóttur frá 43. fundi.
Nefndin samþykkti að funda utan hefðbundins fundartíma.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:00