47. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 24. maí 2022 kl. 09:30


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 09:30
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:30
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 09:30
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:30
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:30
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:30

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30


2) 508. mál - evrópskir langtímafjárfestingarsjóðir Kl. 09:30
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 31. maí og að Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir verði framsögumaður þess.

Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Þorleifsdóttur, Elísabetu Júlíusdóttur, Önnu Valbjörgu Ólafsdóttur og Tinnu Finnbogadóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

3) 568. mál - skyldutrygging lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða Kl. 09:30
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 31. maí og að Guðrún Hafsteinsdóttir verði framsögumaður þess.

Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Þorleifsdóttur, Elísabetu Júlíusdóttur, Önnu Valbjörgu Ólafsdóttur og Tinnu Finnbogadóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

4) 570. mál - peningamarkaðssjóðir Kl. 09:30
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 31. maí og að Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir verði framsögumaður þess.

Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Þorleifsdóttur, Elísabetu Júlíusdóttur, Önnu Valbjörgu Ólafsdóttur og Tinnu Finnbogadóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

5) 569. mál - stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki Kl. 09:30
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með fresti til 31. maí og að Ágúst Bjarni Garðarsson verði framsögumaður þess.

Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Vilmar Frey Sævarsson og Steinar Örn Steinarsson frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

6) Önnur mál Kl. 11:45
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:45