49. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 27. maí 2022 kl. 13:00


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 13:00
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 13:00
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 13:00
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 13:00
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 13:00
Sara Elísa Þórðardóttir (SEÞ), kl. 13:00
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 13:00

Guðbrandur Einarsson boðaði forföll.

Nefndarritari: Björn Freyr Björnsson

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 13:05
Frestað.

2) 586. mál - raunverulegir eigendur Kl. 13:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurbjörgu Stellu Guðmundsdóttur frá menningar- og viðskiptaráðuneyti.

3) 585. mál - hlutafélög o.fl. Kl. 13:25
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigurbjörgu Stellu Guðmundsdóttur frá menningar- og viðskiptaráðuneyti.

4) 594. mál - aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka Kl. 14:05
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Rögnu Bjarnadóttur og Drífu Kristínu Sigurðardóttur frá dómsmálaráðuneyti.

5) 531. mál - skilameðferð lánastofnana og verðbréfafyrirtækja o.fl. Kl. 13:45
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Guðrúnu Þorleifsdóttur, Hjörleif Gíslason og Tinnu Finnbogadóttur frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Tillaga framsögumanns um að afgreiða málið frá nefndinni var samþykkt af öllum viðstöddum
nefndarmönnum.
Að nefndaráliti meiri hluta standa Guðrún Hafsteinsdóttir, Diljá Mist Einarsdóttir, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir og Steinunn Þóra Árnadóttir, Ágúst Bjarni Garðarsson og Guðbrandur Einarsson voru fjarverandi við afgreiðslu málsins og skrifa undir álitið með heimild í 2. mgr. 29. gr. þingskapa.

6) Önnur mál Kl. 14:25
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 16:00