52. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 3. júní 2022 kl. 09:15


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 09:15
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:15
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) 2. varaformaður, kl. 09:15
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:15
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:15
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:15
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 09:15
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:15

Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir var fjarverandi. Jóhann Páll Jóhannsson vék af fundi kl. 09:40. Diljá Mist Einarsdóttir vék af fundi 11:10.

Nefndarritari: Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Fundargerðir 43.-48. fundar voru samþykktar.

2) 679. mál - virðisaukaskattur Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið. Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 6. júní og að Ágúst Bjarni Garðarsson yrði framsögumaður þess.

3) 594. mál - aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Helgu Rut Eysteinsdóttur og Guðrúnu Ingu Guðmundsdóttur frá Seðlabanka Íslands og Margréti Arnheiði Jónsdóttur og Aldísi Bjarnadóttur frá Samtökum fjármálafyrirtækja.

4) 569. mál - stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki Kl. 09:50
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Sigríði Mogense, Nönnu Jakobsdóttur og Tryggva Hjaltason frá Samtökum iðnaðarins, Árna Grétar Finnsson og Pál Ásgeir Guðmundsson frá Samtökum atvinnulífsins, Jóhannes Stefánsson frá Viðskiptaráði Íslands, Hilmar Veigar Pétursson frá CCP hf., Svein Sölvason og Tómas Eiríksson frá Össuri

5) Önnur mál Kl. 11:20
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 12:00