5. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 29. september 2022 kl. 09:10


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 09:10
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:10
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:10
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:10
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:10
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:10
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 09:18
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:10

Nefndarritari: Þórhildur Líndal

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir boðaði forföll vegna utanlandsferðar á vegum þingsins.

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:10
Fundargerðir 2.-4. fundar voru lagðar fram og samþykktar.

2) 137. mál - evrópskir langtímafjárfestingarsjóðir Kl. 09:14
Á fund nefndarinnar kom Elísabet Júlíusdóttir frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Hún fór yfir málið og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) 2. mál - breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023 Kl. 09:30
Á fund nefndarinnar komu Ingibjörg Helga Helgadóttir, Íris Hannah Atladóttir og Hlynur Ingason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti. Fóru þau yfir málið og svöruðu spurningum nefndarmanna.

4) Önnur mál Kl. 10:17
Nefndin ræddi starfið framundan. Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:18