15. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 15. nóvember 2022 kl. 09:15


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 09:15
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:15
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ) 2. varaformaður, kl. 09:15
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:15
Daníel E. Arnarsson (DA) fyrir Steinunni Þóru Árnadóttur (SÞÁ), kl. 09:15
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:15
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:15

Jóhann Páll Jóhannsson var fjarverandi.
Guðbrandur Einarsson tók þátt í fundinum í gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:15
Dagskrárliðnum var frestað.

2) 137. mál - evrópskir langtímafjárfestingarsjóðir Kl. 09:40
Tillaga formanns um afgreiðslu málsins til 2. umræðu var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum.
Að nefndaráliti meiri hlutans með breytingartillögu standa Guðrún Hafsteinsdóttir, Ágúst Bjarni Garðarsson, Friðjón R. Friðjónsson, Guðbrandur Einarsson, Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir og Daníel E. Arnarsson.

3) 166. mál - greiðslureikningar Kl. 09:15
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jónu Björk Guðnadóttur og Margréti Arnheiði Jónsdóttur frá Samtökum fjármálafyrirtækja.

Nefndin samþykkti, á grundvelli 51. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, að óska eftir minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneyti þar sem fram kæmi afstaða ráðuneytisins til umsagna sem borist hafa nefndinni um málið.

4) 226. mál - skráning raunverulegra eigenda Kl. 09:30
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jónu Björk Guðnadóttur og Margréti Arnheiði Jónsdóttur frá Samtökum fjármálafyrirtækja.

Nefndin samþykkti, á grundvelli 51. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, að óska eftir minnisblaði frá menningar- og viðskiptaráðuneyti þar sem fram kæmi afstaða ráðuneytisins til umsagna sem borist hafa nefndinni um málið.

5) 227. mál - hlutafélög o.fl. Kl. 09:35
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Jónu Björk Guðnadóttur og Margréti Arnheiði Jónsdóttur frá Samtökum fjármálafyrirtækja.

Nefndin samþykkti, á grundvelli 51. gr. laga um þingsköp Alþingis, nr. 55/1991, að óska eftir minnisblaði frá fjármála- og efnahagsráðuneyti þar sem fram kæmi afstaða ráðuneytisins til umsagna sem borist hafa nefndinni um málið.

6) 2. mál - breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023 Kl. 09:35
Dagskrárliðnum var frestað.

7) 415. mál - upplýsingagjöf um sjálfbærni á sviði fjármálaþjónustu og flokkunarkerfi fyrir sjálfbærar fjárfestingar Kl. 09:40
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnarfresti og að Diljá Mist Einarsdóttir verði framsögumaður þess.

8) Önnur mál Kl. 09:35
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:15