2. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 22. september 2022 kl. 09:30


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 09:30
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:30
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:30
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:30
Eva Sjöfn Helgadóttir (ESH), kl. 09:30
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:30
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 09:30
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:30

Guðbrandur Einarsson var fjarverandi. Guðrún Hafsteinsdóttir tók þátt í fundinum með fjarfundarbúnaði. Ágúst Bjarni Garðarsson, 1. varaformaður, stýrði fundinum.

Nefndarritari: Kristel Finnbogad. Flygenring

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:30
Fundargerð 1. fundar var samþykkt.

2) Kynning á þingmálaskrá forsætisráðherra á 153. löggjafarþingi Kl. 09:32
Á fund nefndarinnar mættu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigurður Örn Guðleifsson frá forsætisráðuneyti. Forsætisráðherra kynnti þingmálaskrá sína á 153. löggjafarþingi og svaraði spurningum nefndarmanna.

3) Önnur mál Kl. 09:40
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, fulltrúi Flokks fólksins í nefndinni, lagði fram beiðni um opinn fund með eftirfarandi bókun: „Ég óska eftir opnum fundi með seðlabankastjóra í ljósi skarpra vaxtahækkana að undanförnu. Það hefur sjaldan verið meiri ástæða fyrir efnahags- og viðskiptanefnd að eiga samtal við seðlabankastjóra um stöðu og horfur í efnahagsmálum, ekki síst með tilliti til stóraukinnar greiðslubyrði heimilanna.“.

Nefndin ræddi málið.

Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:50