32. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 153. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, föstudaginn 16. desember 2022 kl. 09:45


Mætt:

Guðrún Hafsteinsdóttir (GHaf) formaður, kl. 09:45
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:45
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:45
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:45
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:45
Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir (HHH), kl. 09:45
Jóhann Páll Jóhannsson (JPJ), kl. 09:45
Orri Páll Jóhannsson (OPJ), kl. 09:45

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir var fjarverandi.

Nefndarritarar:
Arnar Kári Axelsson
Ívar Már Ottason

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:50
Frestað.

2) 2. mál - breyting á ýmsum lögum vegna fjárlaga 2023 Kl. 09:45
Tillaga formanns um að afgreiða málið til 3. umræðu var samþykkt af öllum viðstöddum nefndarmönnum. Undir nefndarálit meiri hluta ásamt breytingartillögur rita allir viðstaddir nefndarmenn utan Guðbrands Einarssonar, þar af Jóhann Páll Jóhannsson og Ásthildur Lóa Þórsdóttir með fyrirvara.

3) 541. mál - Seðlabanki Íslands Kl. 09:50
Nefndin ákvað að senda málið til umsagnar með fresti til 13. janúar og að Orri Páll Jóhannsson verði framsögumaður þess.

4) Önnur mál Kl. 09:50
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 09:50