16. fundur
efnahags- og viðskiptanefndar á 154. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, fimmtudaginn 23. nóvember 2023 kl. 09:13


Mætt:

Teitur Björn Einarsson (TBE) formaður, kl. 09:13
Ágúst Bjarni Garðarsson (ÁBG) 1. varaformaður, kl. 09:13
Ásthildur Lóa Þórsdóttir (ÁLÞ), kl. 09:13
Björn Leví Gunnarsson (BLG) fyrir Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur (ÞSÆ), kl. 09:13
Diljá Mist Einarsdóttir (DME), kl. 09:13
Guðbrandur Einarsson (GE), kl. 09:13
Jóhann Friðrik Friðriksson (JFF), kl. 09:13
Oddný G. Harðardóttir (OH), kl. 09:13
Steinunn Þóra Árnadóttir (SÞÁ), kl. 09:13

Jóhann Friðrik Friðriksson tók þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað.

Nefndarritari: Þuríður Benediktsdóttir

Bókað:

1) Fundargerð Kl. 09:13
Fundargerð 15. fundar var samþykkt.

2) 507. mál - kílómetragjald vegna notkunar hreinorku- og tengiltvinnbifreiða Kl. 09:14
Nefndin fjallaði um málið og fékk á sinn fund Hlyn Ingason og Kristinn Bjarnason frá fjármála- og efnahagsráðuneyti.

Nefndin staðfesti umsagnarbeiðnir með tveggja vikna umsagnarfresti og ákvað að Teitur Björn Einarsson verði framsögumaður málsins.

3) Framkvæmd samkeppnislaga og eftirlit með samkeppnisbrotum - umgjörð, málsmeðferð og starfsemi Samkeppniseftirlitsins Kl. 10:04
Formaður gerði grein fyrir að gögn sem nefndin óskaði eftir frá stjórn Samkeppniseftirlitsins á fundi þann 12. október sl. hefðu borist sem trúnaðargögn, sbr. 36. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis. Teitur Björn Einarsson, Diljá Mist Einarsdóttir, Ágúst Bjarni Garðarsson og Jóhann Friðrik Friðriksson samþykktu að nefndin tæki við gögnunum. Guðbrandur Einarsson, Steinunn Þóra Árnadóttir, Ásthildur Lóa Þórsdóttir og Oddný G. Harðardóttir sátu hjá. Gögnin voru ekki afhent á fundi og hafa nefndarmenn því aðgang að þeim skv. 2. máls. 1. mgr. 39. gr. starfsreglna fastanefnda Alþingis.

4) 378. mál - sérstakur skattur á fjármálafyrirtæki Kl. 10:07
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnafresti og að Ásthildur Lóa Þórsdóttir verði framsögumaður þess.

5) 453. mál - dreifing starfa Kl. 10:08
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnafresti og að Guðbrandur Einarsson verði framsögumaður þess.

6) 206. mál - Náttúruhamfaratrygging Íslands Kl. 10:08
Ákveðið var að senda málið til umsagnar með tveggja vikna umsagnafresti og að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verði framsögumaður þess.

7) Önnur mál Kl. 10:08
Nefndin ræddi starfið framundan. Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 10:15